Vísnakvöldin endurvakin í FSu

Kór Fsu hefur ákveðið að endurvekja skemmtilega hefð og halda vísnakvöld í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands í kvöld, fimmtudaginn 12. mars klukkan 20:00.

Þar mun stíga á stokk kór Fjölbrautaskólans, en auk þess koma fram aðrir frábærir listamenn úr röðum nemenda sem og kennara skólans og Tónsmiðju Suðurlands. Síðast en ekki síst mun hin magnaða Þjóðlagasveit Korka stíga á svið.

Þetta er skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Aðgangseyri er stillt í hóf eða 1000 kr. og rennur hann beint í ferðasjóð kórsins, en kórinn heldur í söngferðalag til Ítalíu þann 11. apríl næstkomandi. Boðið verður upp á kaffiveitingar í hléi.

Stjórnandi FSu kórsins er Örlygur Atli Guðmundsson og meðstjórnandi er Gunnþórunn Klara Sveinsdóttir

Fyrri greinGunni Egils: Um vangaveltur Helga Haraldssonar
Næsta greinVarað við vatnsflóðum, krapaflóðum og aurflóðum