Vinnusýning Hugverks í heimabyggð opnuð í dag

Vinnusýning félagsmanna Hugverk í heimabyggð – Menningarfélag í Rangárvallasýslu verður opnuð í dag kl. 16 í Menningarsalnum Dynskálum 16 á Hellu.

Sýningin verður opin til kl. 20 í kvöld en hægt er að fylgjast með á Facebook síðu félagsins hvaða daga í júlí verður opið.

Fjölbreytt úrval af hug og handverki verður til sýnis og sölu. Höfundar verka verða á staðnum og gefa fólki innsýn í vinnubrögð sín eftir atkvikum. Félagsmenn munu einnig vera með óvæntar uppákomur.

Það er öllum heimilt að ganga í félagið óháð búsetu og eina skilyrði er að vera í félaginu til að taka þátt í vinnusýningunni. Allir velkomnir á sýninguna og kaffi verður á könnunni.