Vigdís Gríms, Þórður í Skógum og ný tröllasaga

Vigdís Grímsdóttir, Þórður í Skógum og höfundar að tröllasögunni „Tröllin í Esjufjalli“ mæta til leiks í fyrsta fimmtudagslestri Bókakaffisins á Selfossi þetta haustið.

Húsið verður opnað klukkan átta í kvöld og upplestur hefst um hálfníu.

Vigdís Grímsdóttir sendi nýlega frá sér skáldævisöguna Dísusögu. Þórður Tómasson kynnir á þessu hausti sína tuttugustu bók, stórglæsilegt rit um safnmuni í Skógasafni, sögu þeirra og hlutverk. Þriðja bókin sem kynnt verður á fimmtudaginn er svo nýútkomin barnabók þeirra Katrínar Óskarsdóttur og Lilju Halldórsdóttur sem heitir Tröllin í Esjufjalli.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.