Verk Hans Christiansen sýnd í Þorlákssetri

Í tilefni af því að Hans Christiansen, fyrsti bæjarlistamaður Hveragerðis, hefði orðið 75 ára á þessu ári, heldur Félag eldri borgara í Hveragerði sýningu á verkum hans á Blómstrandi dögum um helgina.

Á sýningunni eru um 50 myndir eftir Hans sem spanna allan feril hans.

Sýningin verður í Þorlákssetri (húsnæði félagsins fyrir ofan apótekið) og verður formlega opnuð í dag kl. 14. Sýningin verður síðan opin alla helgina frá kl. 14 – 18.

Allir eru hjartanlega velkomnir. Missið ekki af forvitnilegri og fallegri sýningu.