Verðlaunaleikur í Listasafninu

Íslenski safnadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land í dag. Listasafn Árnesinga í Hveragerði leggur sitt af mörkum til þess að gera þennan dag sem ánægjulegastan og býður gesti velkomna.

Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýningin TÍMINN Í LANDSLAGINU; Ásgrímur Jónsson og Arngunnur Ýr og á safnadaginn verður í gangi leikur til gagns og gaman fyrir alla. Skemmtilegast er ef fjölskyldur eða hópar taki saman þátt í leiknum og ræði saman um spurningarnar og svörin. Heppinn þáttakandi verður síðan dreginn út og verðlaunaður með bókargjöf og verkfærum til myndsköpunar.

Þá gefst einnig tækifæri til þess að ræða við Arngunni Ýr myndlistarmann og höfund verka á sýningunni um verkin og nálgun hennar á viðfangsefninu en hún mun leiða gesti um sýninguna kl. 15.

Fyrri greinGlæsilegir sigrar HSK fólks
Næsta grein„Ágætis árangur miðað við aldur og fyrri störf“