Vel heppnaður jóladansleikur

Árlegur Jóladansleikur Lionsklúbbs Hveragerðis sem haldinn var á annan dag jóla heppnaðist vonum framar en um 250 manns sóttu skemmtunina.

Ballið var styrkt af ýmsum aðilum í bæjarfélaginu og víðar en metfjöldi styrktaraðila var þetta árið. Þá komu tveir jólasveinar af fjöllum, sýndu þeir snilldartakta og gáfum börnum nammipoka. Sveinarnirr dönsuðu í kringum jólatréð með börnunum meðan fullorðna fólkið gerði sér gott af kaffihlaðborðinu.

Hljómsveit var sett saman af tilefninu og hélt hún uppi stuðinu ásamt sveinunum hressu. Í lokin voru krökkunum svo gefnar litabækur og litir.

Allir sem að ballinu komu gáfu vinnu sína og var aðgangur ókeypis.

Fyrri greinHelga og Kristján íþróttamenn ársins
Næsta greinFeðgarnir fundnir