Veirurnar sungu í Orgelsmiðjunni

Sönghópurinn Veirurnar undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur fluttu jóladagskrá sína í Orgelsmiðju Björgvins Tómassonar í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri um síðustu helgi.

Veirunum var gríðarlega vel tekið af fjölmörgum tónleikagestum í Orgelsmiðjunni.

Saga Veiranna er um margt ólík sögu annarra kóra. Lengi framan af var hann stjórnandalaus, æfði ákaflega stopult og hélt ekki tónleika. Kórinn á sér engu að síður 25 ára farsæla sögu og meira en helmingur kórfélaga hefur verið með frá upphafi.

Stjórnandi Veiranna er Margrét S. Stefánsdóttir. Margrét hefur víða komið fram sem einsöngvari og stjórnar einnig Söngsveit Hveragerðis en hún starfar jafnframt sem söng– og píanókennari við Tónlistarskóla Árnesinga.

Menningar-Staður var á tónleikunum og færði til myndar.

Fyrri greinVinnuhópur um Landmannalaugar á góðu skriði
Næsta greinFimleikadeild Selfoss fyrirmyndarfélag