Veggteppi og klæðið fljúgandi

Í borðstofu Hússins á Eyrarbakka hefur verið hengd upp sýning á veggteppum úr fórum Byggðasafns Árnesinga. Safnið er opið alla páskahelgina frá kl. 14-17.

Veggteppin koma víða að. Meðal þeirra sem saumað hafa veggteppin eru Árný Filippusdóttir í Hveragerði, Þórdís Símonardóttir ljósmóðir á Eyrarbakka og Guðrún Guðmundsdóttir á Sunnuhvoli á Stokkseyri.

Auk veggteppanna er á sýningunni mjög merkur gripur, „klæðið fljúgandi“ eða líkkistuklæði Ingibjargar Jónsdóttur sem fæddist að Gaulverjabæ árið 1875 en dó í Suður-Kaliforníu 1964.

Ingibjörg flutti til vesturheims á þrítugsaldri og bjó ásamt manni sínum, Bjarna Guðmundssyni smið á Stokkseyri. Þau bjuggu í Saskatchewan í Winnipeg í tuttugu ár áður en þau fluttu til Kaliforníu. Þegar Ingibjörg lá banaleguna fékk hún tvö af börnum sínum til að hjálpa sér við að sauma líkkisstuklæði. Heilagur andi í dúfulíki skreytir miðju klæðisins en sá fugl skyldi bera sál hennar heim til Íslands er yfir lyki.

Húsið á Eyrarbakka verður opið um páskana frá kl. 14-17 til 25. apríl og á öðrum tímum eftir samkomulagi við Lýð safnstjóra í síma 891 7766. Eftir páska verður hægt að líta sýninguna augum eftir umtali fram til 8. maí.

Fyrri greinSýningarspjall í Listasafninu
Næsta greinLögðu hald á 20 kannabisplöntur