Vangaveltur Harmónikufélagsins

Nýlega er kominn út geisladiskur frá Harmónikufélagi Selfoss. Diskurinn heitir Vangaveltur eftir samnefndu lagi Steina Spil.

Á diskinum er mjög fjölbreytt efni, íslenskt og erlent, flutt af hljómsveit félagsins og nokkrum einleikurum.

Útsetningar velflestra laganna á diskinum gerði Helgi E. Kristjánsson, sem einnig annaðist upptökur, hljóðblöndun og frágang disksins.

Diskurinn er til sölu hjá harmónikufélagsmönnum.

Fyrri greinBrú til Borgar færð að Úlfjótsvatni
Næsta greinSjötíu iðkendur náðu beltaprófi