Valgeir með tónleika á Sólheimum

Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður, kómíker og lífskúnstner með meiru heldur tónleika í Sólheimakirkju á laugardaginn 20. júní kl 14:00.

Tónleikarnir eru hluti af menningarveislu Sólheima en Sólheimar fagna 85 ára afmæli í ár.

Verslun og kaffihús verða opin til kl 18. Aðgangur ókeypis og verið öll hjartanlega velkomin.

Sjá fleiri viðburði á www.solheimar.is

Fyrri greinForsetahjónin heimsóttu Sólheima
Næsta greinGlæsivagnar á rúntinum á Selfossi – Bein útsending