Valdimar loksins á Sviðinu

Hljómsveitin Valdimar. Ljósmynd/Aðsend

Það eru margir sem bíða eftir því að hljómsveitin Valdimar mæti á Sviðið á Selfossi í fyrsta skipti en þeirri bið lýkur næstkomandi laugardag, þann 18. febrúar þegar Valdimar heldur tónleika á Sviðinu.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um Valdimar enda er hljómsveitin vel kunnug landsmönnum og með einn öflugasta söngvara landsins í framlínu sinni. Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 þegar Valdimar Guðmundsson og Ásgeir Aðalsteinsson byrjuðu að semja lög heima hjá Ásgeiri. Fljótlega varð til sex manna hljómsveit sem sló óvænt í gegn bæði hjá almenningi og gagnrýnendum.

„Ógleymanlegir læf“
Plötur sveitarinnar eru orðnar fjórar talsins og hafa þær allar notið hylli áheyrenda sem gagnrýnenda. Tónlist sveitarinnar byggist upp á mikilli dýnamík allt frá rólegum melódíum, upp í drífandi, orkumikla og epíska kafla þar sem hljómsveitin spilar á fullu blasti. Þetta gerir lifandi flutning þeirra að ógleymanlegri upplifun.

Miðarnir rjúka út og því ekki ráð nema í tíma sé tekið að tryggja sér miða, þar sem aðeins um eina tónleika er að ræða og miðafjöldinn er takmarkaður.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00, húsið opnar 20:30. 18 ára aldurstakmark.

Fyrri greinSASS fær tíu milljón króna styrk
Næsta greinFlóð hreif með sér vinnupalla og búnað en brúin slapp