Útskriftarsýning í Hörpu

Síðastliðinn laugardag opnuðu nemendur þriðja árs Ljósmyndaskólans útskriftarsýningu sína í Hörpu. Sýningin stendur til 1. febrúar.

Í ár sýna tíu nemendur afrakstur tveggja og hálfs árs náms í skapandi ljósmyndun.

Viðfangsefni nemenda eru af ýmsum toga og má þar nefna portrett til heiðurs íslenskum sjómönnum, landslag í þrívídd og útsaumaðar ljósmyndir. Einnig eru teknar fyrir konur sem vinna við landbúnað, sjálfsmyndir og goðsögnin um upphaf ástarinnar. Brotið sjálf og sviðsetningar byggðar á íslenskri skáldsögu þar sem tekist er á um siðferðisleg álitamál. Samspil manns og náttúru er sett fram í bókverki. Að lokum má nefna videoportrett af einstaklingum með dyslexíu.

Sýningin stendur til 1. febrúar og er opin frá kl. 8:00-24:00 alla daga .

Allir eru hjartanlega velkomnir.