Útiljósmyndir uppi í allt sumar

Hin árlega útiljósmyndasýning ljósmyndaklúbbsins 860+ verður uppi í allt sumar á túninu bak við Landsbankann á Hvolsvelli.

Í ár má sjá fjörutíu ljósmyndir á sýningunni, sem munu vonandi gleðja augu gesta og gangandi í allt sumar.

Það sem einkennir sýninguna í ár er fjölbreytileiki myndanna en þær eru af ýmsum toga og er fólk eindregið hvatt til þess að kíkja við hjarta Hvolsvallar og njóta.

Ljósmyndarar í ár eru Jóna Sigþórsdóttir, Hafdís María Jónsdóttir, Ásta Þorbjörnsdóttir, Kristín Erna Leifsdóttir, Heiða Björg Sceving, Sigurður Jónsson, Þorsteinn Valsson, Þorsteinn Jónsson, Finnur Bjarki Tryggvason, Snorri Sævarsson, Björn Á. Guðlaugsson, Hrafn Óskarsson, Ómar Smári Jónsson og Jón Helgi Snorrason.

Fyrri greinJúdómenn með silfur og brons á NM
Næsta greinLokað lengur en til stóð