Útgáfutónleikar Kalla Hallgríms í Aratungu

Karl Hallgrímsson tónlistarmaður með meiru heldur útgáfutónleika í félagsheimilinu Aratungu í Biskupstungum á laugardagskvöldið 5. desember og hefjast þeir kl. 21.

Karl er að gefa út geisladisk sem ber nafnið Draumur um koss og kynnir hann diskinn á tónleikunum.

Með Karli leika Rósa Guðrún Sveinsdóttir; söngur, baritón sax og þverflauta, Sunna Gunnlaugs; píanó, Eðvarð Lárusson: gítar, Birgir Baldursson; trommur og Daníel Helgason; bassi

Rósa Guðrún og Daníel flytja að auki stutta dagskrá með tónlist eftir Rósu.

Fyrri greinEkkert ferðaveður á Suðurlandi – Hellisheiði lokuð
Næsta greinFlestar sveitir komnar í hús