Útgáfutónleikar í Hvolnum

Söngkonan og lagasmiðurinn Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir, eða Fríða Friðriks, heldur útgáfutónleika vegna ný útkominnar plötu sinnar "Lend me your shoulder" í Hvolnum, Hvolsvelli í kvöld, laugardaginn 11. júlí kl. 21.

Aðgangseyrir er kr 1.500.- frítt fyrir 12 ára og yngri.

Fríða mun einnig halda útgáfutónleika á Rósenberg, Klapparstíg í Reykjavík 14. júlí kl 21. Einnig mun hún syngja nokkur lög af plötunni í Smekkleysu Laugavegi 17. júlí kl 17.

Hægt verður að kaupa plötuna á tónleikunum og fá hana áritaða.

Upphitun fyrir tónleika Fríðu sér Emil Aðalsteinsson um.

Fyrri greinKanna áhrif öskufalls á uppvaxandi birki
Næsta greinHringvegurinn ekinn á tíu kílómetra hraða