Útgáfupartý í MM á laugardagskvöldi

Útgáfuhóf verður í Bókaverslun Máls og menningar við Laugaveg laugardagskvöldið 31. október klukkan 20:30. Þar fagnar bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi útgáfu tveggja bóka.

Þar er fagnað útgáfu tveggja bóka eftir rithöfunda sem hafa báðir vakið athygli fyrir frumlegan og skemmtilegan tón, hvor með sínu lagi.

Hermann Stefánsson: Leiðin út í heim

Guðmundur S. Brynjólfsson: Líkvaka

Skáldin lesa upp og útgáfan skenkir rautt, hvítt sem og freyðandi hollustudrykki fyrir bílstjóra.

Bændur fara með misjafnlega smekkleg gamanmál í návist kvenna og barna en Palli sem var einn í heiminum gengur ljósum logum í samkvæminu.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinDásama glæsilega heimabæinn sinn – Myndband
Næsta greinOpnuð sýning á tveimur sýningum