Útgáfuhóf í Skógum

Nikki kúr heitir ný skáldsaga eftir Guðmund Óla Sigurgeirsson. Í tilefni af útgáfunni verður efnt til útgáfuhófs í Skógaskóla undir Eyjafjöllum næstkomandi laugardag, þann 31. ágúst
klukkan 14-17.

Höfundur les þar úr verki sínu og að auki mun Harpa Rún Kristjánsdóttir skáld og bóndi í Hólum á Rangárvöllum lesa upp frumsamin ljóð, Katrín Valgerður Gustavsdóttir flytur
flautuverk eftir Guðmund Óla og harmonikuleikarar flytja lög eftir sama höfund. Allir velkomnir.

Skáldsagan Nikki kúr gerist á sjöunda áratug 20. aldar. Sveitadrengur sér drauma sína rætast þegar hann fær stuðning foreldra sinna til að komast í héraðsskóla. Þar bíða ævintýri og erfiðleikar. Rokkið og stelpurnar raska hugarró saklausrar sálar.

Guðmundur Óli Sigurgeirsson er fyrrverandi kennari á Kirkjubæjarklaustri. Árið 2016 sendi hann frá sér bókina Við ána sem ekki var sem hlaut afbragðsviðtökur lesenda.

Fyrri greinVegagerðin tekur við rekstri almenningssamgangna
Næsta greinNýr tankur og lagnir auka afköst og afhendingaröryggi