Útgáfuhóf í Iðu

Bókaútgáfan Sæmundur minnir á útgáfuhóf í Iðu í Lækjargötu kl. 14-16 á laugardag. Þar verður fagnað útkomu bókarinnar Góða ferð, handbók um útivist.

Þar kynna þær Helen Garðarsdóttir og Elín Magnúsdóttir nýja bók sína Góða ferð, handbók um útivist. Boðið verður upp á kleinur, kaffi, kakó og útilegusöng. Allir velkomnir. Bókin verður seld á staðnum á sérstöku kynningarverði 3515 (fullt verð er 4390 kr.)

Bókin Góða ferð, handbók um útivist er einskonar alfræðirit fyrir útivistariðkendur, bæði byrjendur og lengra komna. Í henni er farið yfir alla grunnþætti útivistariðkunnar, eins og klæða- og útbúnaðarval, rötun og leiðarval, næringu, veður og fyrstu hjálp, svo eitthvað sé nefnt. Í bókinni er að finna svör við ótal spurningum, eins og hvernig eigi að komast hjá því að verða kalt í tjaldi, hvernig einangrun virki, hvernig komast megi hjá ofkælingu og hvernig mismunandi prímusar standa sig við mismunandi hitastig. Þá er sérstakur kafli um hvað skuli gera ef ferðafólk villist.

Fyrri greinMæðraKompaníið vex og dafnar
Næsta greinÁ ekki við um alla sýsluna