Útgáfuhátíð í kvöld

Árviss úgáfuhátíð Vestfirska forlagsins sunnanlands verður í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi í kvöld, fimmtudag kl. 20.

Þar verður lesið úr nokkrum af hinum fjöbreyttu útgáfubókum Vestfirska forlagsins fyrir þessi jól. Hafliði Magnússon á Selfossi les úr þriðja bindi nýr bókaflokks Frá Bjargtöngum að Djúpi, Jóhann Diego Arnórsson les úr bók sinni Undir miðnætursól, sem fjallar um amerísku lúðuveiðimennina við Vestfirði á tímabilinu 1884-1897.

Finnbogi Hermannsson les úr bók sinni, Vestfirskar konur í blíðu og stríðu. Jón Hjartarson á Selfossi les úr bók sinni Fyrir miðjum firði. Myndbrot frá liðinni öld.

Emil Hjörvar Petersen kynnir einstaka ævintýrabók sína, Sögu eftirlifenda en höfundur á ættir að rekja á Ísafjörð. Loks les Þórunn Erlu-Valdimarsdóttitr úr bók sinni Mörg eru ljónsins eyru þar sem efniviðurinn er sóttur til Laxdælu og ofið á snilldarlegan hátt með þann slátt sem ævinlega ríkir í sambandi karls og konu.

Lýður Árnason nýkjörinn þingmaður á Stjórnlagaþingi sér um tónlistarflutning ásamt félögum sínum og Ólafur Sæmundsson frá Patreksfirði flytur gamanmál.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Fyrri grein„Ekki fallegur leikur“
Næsta greinHverfisráð stofnuð í Árborg