USS… USS.. lítur dagsins ljós

Á sumardaginn fyrsta sendu tónlistarmennirnir Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Morávek frá sér sína fyrstu barnaplötu, USS… USS…. Á plötunni eru tólf frumsamin lög fyrir börn.

Plata þessi er sérstaklega samin með unga krakka í huga og sungin af börnum. Á plötunni eru einnig lögin tólf án söngs og þannig gefst öllum kostur á að syngja með, hvort sem það er heima, í leikskólanum, bílnum, sumarbústaðnum, hjá afa og ömmu, eða hvar sem er. Vegleg bók fylgir disknum, þar sem sjá má alla texta og hljómaganginn í lögunum.

Teikningar eftir krakkana í Leikskólanum Suðurvöllum í Vogum prýða bókina ásamt ljósmyndir af öllum flytjendum og þeim hljóðfærum sem notuð eru. Yfir þrjátíu flytjendur eru á þessum disk, börn úr tónlistarskólanum og leikskólunum Krakkakoti og Lönguhólum Höfn í Hornafirði, ásamt valinkunnum hópi atvinnu hljóðfæraleikara.

Hér er einnig um hljóðfærakynningu að ræða og eru yfir tuttugu hljóðfæri kynnt, en þó aldrei fleiri en þrjú í hverju lagi.

USS… USS… barnaplötuna má fá í Skífunni, Hagkaupum, völdum N1 stöðvum, tonlist.is og víða.

Hlusta má á kynningarmyndband á You Tube.

Fyrri greinAri Trausti á ferð um Suðurland
Næsta greinLangflestir ánægðir með grunnskólana