Úrvalslið á upplestri í Bókakaffinu

Ragnar Stefánsson les úr nýútkomnu stórvirki sínu Hvenær kemur sá stóri. Ljósmynd/Aðsend

Það verður sannkölluð jólastemning í Bókakaffinu á Selfossi þegar úrvalslið íslenskra rithöfunda mætir fimmtudagskvöldið 8. desember og kynnir nýju bækurnar sínar. Húsið verður opnað kl. 8 og lestur stendur frá 20:30 til 21:30. Einstök jólastemning með kakói og piparkökum.

Þeir sem lesa nú eru: Anna Agnarsdóttir sem kynnir hinar frægu Endurminningar Guðrúnar Borgfjörð. Draumey Aradóttir les úr ljóðabókinni Varurð. Ingibjörg Hjartardóttir les úr ævisögulegu verki sínu Var, er og verður Birna sem segir frá byltingarkonunni Birnu Þórðardóttur. Ragnar Stefánsson les úr nýútkomnu stórvirki sínu Hvenær kemur sá stóri.

Systkinin Ingólfur og Kristín kynna safnrit bróður síns Heimis heitins Steinssonar sem heitir Launstafir tímans. Þá segir Gísli Jökull Gíslason frá bókinni Örlagaskipið Arctic þar sem segir frá einstæðum hremmingum og pyntingum sem saklausir íslenskir sjómenn verða fyrir í hildarleik seinni heimsstyrjaldarinnar.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Fyrri greinGuðmundur verðlaunaður fyrir óeigingjörn störf
Næsta grein„Best of the best“ á Lemon míní