Uppspretta hugmynda í Listasafni Árnesinga

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu í kvöld kl. 20.

Rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson, Óskar Árni Óskarsson, Sigrún Pálsdóttir, Sjón og Vigdís Grímsdóttir lesa úr nýjum höfundaverkum sínum, jazzkvartet Vigdísar Ásgeirsdóttur flytur nokkur lög og í Listasafninu eru þrjár sýningar í gangi; Jólasýning, Samstíga og Skúlptúrar Rósu Gísladóttur.

Flytjendur munu einnig gera lítilega grein fyrir því hver var uppspretta hugmyndanna sem leiddi til gerðar þessara verka. Þetta er liður í stærra verkefni sem nýtur stuðnings Menningarráðs Suðurlands.

Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

Fyrri greinFjóla og Kristinn valin í landsliðið
Næsta greinDekkjaþjófnaðurinn í Bíliðjunni upplýstur