Uppskeruhátíð sumarlestrar í dag

Í dag kl. 16:30 verður „uppskeruhátíð“ sumarlestrar Bókasafnsins í Hveragerði. Um 70 börn tóku þátt í sumarlestrinum og vonandi mæta þau sem flest.

Á uppskeruhátíðinni verður gert ýmislegt skemmtilegt, t.d. skoðaðar sýningar, sungið og farið í lítinn ratleik.

Veittar verða viðurkenningar fyrir lestur flestra blaðsíðna og bóka og rúsínan í pylsuendanum verður útdráttur í sumarlestrarhappdrættinu með veglegum vinningum. Í lokin verður boðið upp á hressingu.

Fuglum hefur fjölgað mjög á veggjum í barnahorninu, einn fyrir hverja lesna bók.

Uppskeruhátíðin markar upphafið á viðburðum safnsins á Blómstrandi dögum, en hinn árlegi bókamarkaður opnar kl. 13 á morgun, föstudag og kl. 17 sama dag opnar myndlistarsýning Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur. Sýning á munum úr eigu Kristjáns frá Djúpalæk verður opin alla helgina.

Fyrri greinÓlafstorg til heiðurs Óla Ket
Næsta greinSkuggabandið, Ingó, GRM og Bryndís Ásmunds á Café Rose