Upplifðu Hveragerði

Á páskadag bíður Hveragerðisbær öllum að upplifa sögu Hveragerðis í léttri gönguferð með Nirði Sigurðssyni sagnfræðingi.

Gengið verður um slóðir Hveragerðisskáldanna, sagðar sögur af þeim og vísur eftir þá. Sagt verður frá hverunum í Hveragerði og hvernig þeir voru notaðir til atvinnu, matargerðar og jafnvel ruslaeyðingar. Samskipti kvennaskólameyja og garðyrkjuskólapilta, mjólkurpólitík, jógúrtframleiðsla, apinn Bóbó og margt margt fleira um Hveragerði og Hvergerðinga.

Lagt verður af stað frá Sundlauginni Laugaskarði kl. 14. Lifandi og skemmtileg gönguferð um söguslóðir í Hveragerði. Allir velkomnir og kostar ekkert!

Sundlaugin Laugaskarði er opin alla páskana frá kl 10 – 17:15.

Fyrri greinStórt tap hjá Stokkseyringum
Næsta greinSauðburður hafinn í Hvammi