Upplestur og tónlist í Listasafninu

Ármann Reynisson býður til Vinjettuhátíðar í Listasafni Árnesinga í dag kl. 16-18.

Ármann hefur fengið félaga í Leikfélagi Hvergerðis til þess að lesa með sér úr verkum sínum. Tónlistaratriði flytja Hörður Friðþjófsson gítarleikari og Erla Kristín Hansen söngkona.

Í miðri dagskrá er hlé fyrir veitingar og spjall en aðgangur ókeypis.

Vinjettuhátíðar hafa verið haldnar á 28 stöðum um landið vítt og breytt og notið vinsælda. Þær eru í anda kvöldvökunnar sem haldin var í baðstofu landsmanna í 1000 ár en lagðist af á síðustu öld.

Fyrri greinFór útaf í slabbi
Næsta greinTveir snarpir skjálftar á Hellisheiði