Upplestur í Þorlákshöfn í kvöld

Upplestur úr nýjum bókum verður á bókasafninu í Þorlákshöfn í kvöld kl. 20. Þorlákur Karlsson, Soffía Sæmundsdóttir og Bjarni Harðarson kynna bækur sínar.

Þorlákur Karlsson og Soffía Sæmundsdóttir kynna ljóðabókina Tuttugu þúsund flóð, sem segir frá ástum og veiði í Ölfusá fyrir hartnær fjórum áratugum.

Bjarni Harðarson les upp úr bók sinni Mensalder, en meðal fjölmargra heimildamanna höfundar eru eldri borgarar sem búsettir eru í Þorlákshöfn.

Fyrri greinHjartastuðtæki í þriðja lögreglubílinn
Næsta greinGefa út styrktarlag fyrir jólin