Upplestur fyrir yngstu börnin

Rithöfundurinn og sauðfjárbóndinn Harpa Rún Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Sigurður Rúnar Rúnarsson

Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17 verður upplestur fyrir yngstu börnin í Bókakaffinu á Selfossi. Harpa Rún Kristjánsdóttir mun þar lesa úr bók sinni Hver á mig?

Bókin fjallar um folald sem alist hefur upp í hænsnakofa og getur ekki hagað sér eins og kjúklingur. Folaldið heldur því út í heiminn til að reyna finna út hvert það er.

Þetta er fjórða bók Hörpu Rúnar en hún hefur áður sent frá sér ljóðabækur og skáldsögu.

Boðið verður upp á ókeypis kakó og jólatilboð verður á öllum barna- og unglingabókum.

Fyrri greinGjöf til allra kvenna á Íslandi
Næsta greinBlanda af drunga, sorg og trúarlegri gleði