Unglingsstrákar vildu Drago-klippingu

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Það er komið nýtt ár og löngu kominn tími á nýtt föstudagslag með Hr. Eydís. Strákarnir eru nú mætti aftur með eighties-lagið No Easy Way Out með Robert Tepper.

Lagið kom út í lok árs 1985, samhliða kvikmyndinni Rocky IV, en lagið hljómaði einmitt í þeirri mynd. Lagið er einsmellungur en önnur lög með Robert Tepper náðu ekki sömu hæðum og hann náði með þessu lagi.

Það hjálpaði reyndar að lagið var leikið á mjög dramatísku augnabliki í kvikmyndinni sem varð alveg gríðarlega vinsæl. En kvikmyndin speglaði baráttu stórveldanna í kalda stríðinu í formi þeirra Rocky Balboa og Ivan Drago í boxhringnum. Íslenskir unglingar flykktust á myndina, margir oftar en einu sinni og Drago-burstaklippingin varð mest umbeðna klippingin á rakarastofum landsins í kjölfarið.

„Það vildu allir unglingsstrákar Drago-klippingu,“ segir Örlygur söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og hlær dátt að minningunni. „Maður fór með blaðaúrklippu af leikaranum Dolph Lundgren á hárgreiðslustofuna og bað um að verða klipptur alveg eins og hann, það tókst reyndar misvel…“

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Fyrri greinTveir létust í slysinu við Skaftafell
Næsta greinNáttúrulega Hveragerði