Um tvöhundruð viðburðir á Leyndardómum Suðurlands

Næstkomandi föstudag, 28. mars k. 14, hefst kynningarátakið Leyndardómar Suðurlands. Tæplega 200 viðburðir eru skráðir til leiks.

Þá munu ráðherrar Suðurkjördæmis, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, ásamt Gunnari Þorgeirssyni, formanni Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga mæta við Litlu Kaffistofuna og klippa á borða og opna þar með tíu daga hátíð á Suðurlandi.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, sem standa að átakinu bjóða frítt í Strætó alla þessa daga frá Reykjavík um allt Suðurland.

Tæplega 200 viðburðir eru skráðir til leiks á leyndardómunum og fór þátttakan langt fram úr björtustu vonum skipuleggjenda.

Allir upplýsingar um viðburði er að finna á www.sudurland.is og með því að smella hér og sjá hvað er í boði.

Fyrri greinSelfyssingar rökuðu inn verðlaunum á Íslandsmóti
Næsta greinSkóflurnar á lofti á Flúðum