Úkraínskt söngvaskáld á Rauða húsinu

Íbúar Suðurlands fá frábært tækifæri, fimmtudagskvöldið 8. mars næstkomandi til að njóta listar úkraínska trúbadorsins Sasha Boole, þegar hann heldur tónleika ásamt Svavari Knúti í kjallara Rauða hússins á Eyrarbakka.

Sasha er folk-kántrý söngvaskáld og er ein af björtustu stjörnum úkraínsku söngvaskáldasenunnar. Hann er mikill sagnamaður og viskíáhugamaður, leikur á fjölda hljóðfæra og hefur djúpa tengingu við Bob Dylan, Neil Young og Johnny Cash. Sasha syngur á úkraínsku og ensku.

Síðustu tvö ár hafa komið út tvær plötur með Sasha Boole, Vol. 1 og Survival Folk og hefur hann spilað meira en 170 tónleika í Úkraínu, Hvíta Rússlandi, Póllandi, Tékklandi og Moldavíu. Nú vill hann koma í heimsókn til Vestur-Evrópu og kynna sig.

Aðgangseyrir er kr. 1.500.

Svavar Knútur er gestgjafi Sasha á Íslandi og býður hann velkominn með léttri upphitun.

Fyrri greinÞingheimur minntist Eggerts Haukdal
Næsta greinVarað við vatnavöxtum á Suðurlandi