Týnda kynslóðin fer í gegnum Moskvít-vélina

Hljómsveitin Moskvít. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Moskvít sendi frá sér nýtt lag í dag en um er að ræða fyrstu ábreiðu hljómsveitarinnar. Drengirnir ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því þeir tóku upp sína útgáfu af Týndu kynslóðinni.

„Þetta er virðingarfull tilraun til að setja okkar svip á þetta sterka og tímalausa lag,“ segja Moskvítliðar, en lagið er eftir Bjartmar Guðlaugsson og er löngu orðið samgróið við þjóðarsál Íslendinga.

Eftir að hafa farið í gegnum Moskvít-vélina stendur eftir hressilegt rokklag sem má heyra í spilaranum hér að neðan.

„Við tókum það upp live, saman í einni töku, til að fanga hráa orku og nærveru – og við erum ótrúlega spenntir fyrir því að deila útkomunni með fólki og heyra hvað því finnst. Við vonum að fólki líki það eins vel og okkur líkaði að vinna í því.“

Fyrri greinGatnagerð við árbakkann á Selfossi
Næsta greinDúndur stemning á upphitunartónleikunum