Tvöföld opnun í Listasafninu

Það verður mikið um að vera á Suðurlandi um helgina þegar matar- og menningarhátíðin Safnahelgi á Suðurlandi er haldin hátíðleg í þriðja skipti.

Opnunarhátíð Safnahelgarinnar var í Listasafni Árnesinga síðdegis í dag. Þar voru flutt ávörp og tónlistaratriði en Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra opnaði helgina formlega.

Tilefnið var reyndar tvöfalt því um leið opnaði ný sýning í Listasafninu en það er sýningin Þjóðleg fagurfræði.

Dagskrá Safnahelgarinnar má finna á www.sunnanmenning.is

Fyrri greinLandeyjahöfn opnar á morgun
Næsta greinKnattspyrna fyrir leikskólabörn