Tvennir tónleikar í Skálholti í dag

Í dag kl. 15 flytja Júlía Traustadóttir og Hildur Heimisdóttir tónleika í Skálholti með yfirskriftina Bæn í baðstofunni. Kl. 17 kemur Bachsveitin fram í Skálholtskirkju.

Júlía og Hildur munu leika og syngja íslenska sálma með undirleik langspils.

Tónleikar Bachsveitarinnar kl. 17 verða endurfluttir á morgun, sunnudag kl. 15. Á tónleikunum flytur sveitin ítalska dagskrá með strengjatónlist frá 17. öld. Hin kanadísk-íslenska Kathleen Kajoka leiðir sveitina að þessu sinni.

Fyrri greinBakkatríóið með óvænta tónleika
Næsta greinNæsta Skaftárhlaup gæti farið í Hverfisfljót