Tvennir tímar hefja vetrarstarfið

Söngsveitin Tvennir tímar er kór eldri borgara í uppsveitum Árnessýslu. Nú er kórinn að hefja vetrarstarf sitt og býður alla söngelska uppsveitarborgara til að ganga í lið með sér.

Efnisskráin er sem fyrr við allra hæfi, íslensk sem erlend lög bæði ný og gömul.

Sem fyrr er stefnt að viðburðaríku vetrarstarfi með tónleikahaldi og ferðalögum.

Æfingar eru í félagsheimilinu á Flúðum á fimmtudögum kl. 13:00-14:20. Stjórnandi er Stefán Þorleifsson.

Fyrri greinÖruggur Selfossigur í Krikanum
Næsta greinJeppaferð með Suðurlandsdeild f4x4