Tvennir jólatónleikar á Hendur í höfn um helgina

Margrét Eir og Guðrún Árný.

Jólatónleikaröðin á Hendur í höfn nær ákveðnu hámarki um helgina þegar tvennir tónleikar verða haldnir.

Söngkonan og jólarósin Margrét Eir kemur fram ásamt bræðrunum Berki og Daða föstudagskvöldið 13. desember og Guðrún Árný mun spila og syngja fyrir viðstadda sín uppáhalds jólalög sunnudagskvöldið 15. desember.

Guðrún Árný og Margrét Eir eiga það sameiginlegt að vera á meðal okkar fremstu söngkvenna og njóta sín vel í hjartavermandi jólalögum sem verða í fyrirrúmi á tónleikunum.

Jólakræsingarnar eru allsráðandi á Hendur í höfn og geta tónleikagestir notið þeirra fyrir tónleika. Borðapantanir eru á hendurihofn@hendurihofn.is

Fyrri greinSíðasti séns – leiðsögn og sýningarstjóraspjall
Næsta greinHart á hrossum