Tvær leiksýningar í kvöld

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sýnir tvær sýningar á Hótel Selfossi í kvöld kl. 20.

Leikritin eru Jón Sigurðsson strákur að vestan sem Elfar Logi Hannesson leikur og Bjarni á Fönix sem Ársæll Níelsson leikur.

Þessar sýningar hafa notið mikilla vinsælda á Vestfjörðum og Vesturlandi og nú á dögunum voru sýningar í Kaupmannahöfn.

Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.900,-