Tröllastóll og skessuskart í Gullkistunni

Stúlkurnar ungu sem tóku þátt í listasmiðju Gullkistunnar á laugardaginn nýttu hvert augnablik vel.

Indverski listamaðurinn Baniprosonno leiddi þær af stað og fyrr en varði höfðu þær búið til heilan tröllastól og þó sköpunarverkið væri ófrýnilegt þótti þeim flestum í lagi að fá sér sæti í kjöltu þess.

Eftir stutt hlé teiknaði Baniprosonno dýr eftir pöntun og listakonurnar ungu fylltu þau með lit og nokkrar bjuggu til hamingjusama hatta.

Sjá má myndir af ferlinu sem og öðru sem gerðist þennan dag í Eyvindatungu við Laugarvatn á www.gullkistan.is.

Námskeiðið var hluti af námskeiðaröð sem Gullkistan heldur í vetur undir heitinu Leitin að gullinu. Námskeiðin eru styrkt að hluta af Menningarráði Suðurlands.

gullkistan_2baniprosonno221011_494221045.jpg