Tónlistarspuni í Bókakaffinu

Asalaus (Ása Ólafsdóttir), Ana Luisa Diaz de Cossio og Cameron Anderton eru á hringferð um landið og koma við í Bókakaffinu á Selfossi klukkan 17 fimmtudaginn 27. júlí.

Þess má geta að þau eru einnig í Kapellunni á Kirkjubæjarklaustri á morgun, 25. júlí.

Tónlistarfólkið kemur frá Skotlandi, Mexíkó og Íslandi og býður það upp á spunatónlist þar sem áferð og hrynur víkka sjóndeildarhring hlustenda.

Ókeypis aðgangur.

Fyrri greinSkjálfti í Mýrdalsjökli fannst á Hvolsvelli
Næsta greinLokatónleikar Engla og manna