Tónlistarskóli Rangæinga býður heim

Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag, laugardaginn 26. febrúar.

Af því tilefni ætlar Tónlistarskóli Rangæinga að hafa opið hús í húsnæði sínu á Hvolsvelli frá kl. 15:00 – 17:00 og mun þá jafnvel óma tónlist úr kennslustofum.

Um kl. 16:15 munu nokkrir af nemendum skólans halda tónleika fyrir gesti og gangandi.

Allir eru velkomnir og heitt verður á könnunni.

Fyrri greinHamar tapaði í Grindavík
Næsta greinNeitað um lóð sem mælt var með