Tónlist og einstök jólastemning í miðbænum

Ljósmynd/Miðbær Selfoss

Í dag, Þorláksmessu, verður fjölbreytt dagskrá og einstök jólastemning í miðbænum á Selfossi en verslanir og veitingastaðir eru opnir til klukkan 22.

Biðuð verður upp á lifandi tónlist og jólasveinar verða á ferðinni og hægt er að njótda dagsins með möndlum og kakói á meðan síðustu jólagjafirnar verða til.

Klukkan 14 stíga Elísabet Björgvins og Ívar á stokk og klukkan 15 er það engin önnur en rödd jólanna, Helga Möller, sem syngur ljúfa tóna. Klukkan 16 spila Alexander og Gunnar Guðni og klukkan 17 koma jólasveinar í heimsókn.

Að síðustu má geta þess að Stebbi og Eyvi verða með tónleika á Sviðinu í kvöld klukkan 22 þar sem þeir flytja sín bestu lög og segja skemmtilegar bransasögur.

Fyrri greinJólakveðja frá bæjarfulltrúum Framsóknar
Næsta greinGul viðvörun á aðfangadag