Tónleikum á Selfossi aflýst

Til stóð að Kór Langholtskirkju héldi 60 ára afmælistónleika í Selfosskirkju á morgun, laugardaginn 11. maí.

Tónleikunum hefur hins vegar verið aflýst og er ástæðan dræm miðasala.

Áhugasamir geta hins vegar barið kórinn augum á sunnudagskvöld kl. 20 í Langholtskirkju.

Á afmælistónleikunum verður flutt eitt virtasta kórverk allra tíma, H moll messa Bachs. Ásamt Kór Langholtskirkju leikur 23ja manna Kammersveit Langholtskirkju. Einsöngvarar eru allir úr röðum kórfélaga.

Fyrri greinSkuldir í lágmarki og rekstrarafgangur eykst
Næsta greinHlutir öðlast nýtt líf