Tónleikaröðin hefst í kvöld

Stórsveit Suðurlands hefur tónleikaröð sína á Selfossi í kvöld. Með sveitinni koma fram systkinin Kristjana og Gísli Stefáns.

Tónleikarnir í kvöld verða á Hótel Selfossi, Á morgun, miðvikudag, eru tónleikar í Hótel Ljósbrá í Hveragerði og á föstudaginn í Hvolnum á Hvolsvelli. Tónleikarnir hefjast allir kl. 20:30.

Kristjana og Gísli munu syngja bæði saman og í sitthvoru lagi. Stórsveitin mun einnig spila ein og óstudd. Á efnisskránni verða lög úr ýmsum áttum og óhætt að lofa miklu fjöri og stemningu þar sem þau systkinin koma saman.

Aðgangur kr. 1.500 (enginn posi). Það vill enginn missa af þessari kraftmiklu uppákomu sem studd er af Menningarráði Suðurlands.

Fyrri greinVg klofnir í Suðurkjördæmi
Næsta greinSkeytið kannski ætlað honum