Tónleikar til heiðurs Cole Porter

Djasskvintettinn Q56 heldur tónleika til heiðurs djassmeistaranum Cole Porter í Versölum, menningarsal ráðhússins í Þorlákshöfn, fimmtudagskvöldið 14. apríl og hefjast þeir klukkan 20:00.

Djasskvintettinn Q56 var stofnaður árið 2001 af Kára Ibsen Árnasyni, trommuleikara, Þorgrími Jónssyni, kontrabassaleikara og Steinari Sigurðssyni, saxafónleikara. Þeir fagna 15 ára starfsafmæli á árinu og ætla af tilefni þess að vera með spennandi tónleika þar sem tónlist Cole Porter verður í aðalhlutverki.

Cole var afkastamikill lagahöfundur sem samdi ljóðrænar, jafnt sem hnyttnar laglínur sem flestir, ef ekki allir þekkja. Lög eins og Begin the Beguine, Love for Sale, Night and Day og I’ve Got you under my skin eru fyrir löngu orðnar tímalausar perlur. Lengi hafa djasstónlistarmenn haft lög Porter í handraðanum en sjaldan hefur tónlist hans verið gerð skil í heildstæðri dagskrá. Kvintettinn skipa auk þeirra Kára, Þorgrími og Steinari, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar.

Miðaverð á tónleikana er 2.000 krónur.

Fyrri greinSkellur í fyrsta leik
Næsta greinÓvissu-jeppaferð á laugardag