Tónleikar í Stórólfshvolskirkju

Í kvöld kl. 20 munu þeir Gísli Stefánsson barítón, Jóhann Stefánsson trompetleikari og Guðjón H. Óskarsson organisti vera með tónleika í Stórólfshvolskirkju á Hvolsvelli.

Munu þeir leika verk eftir Handel, Clarke, Sigvalda S. Kaldalóns og fleiri. Allur ágóði af tónleikunum rennur í nýstofnaðan hljóðfærasjóð fyrir nýja kirkju Stórólfshvolssóknar.

Allir hjartanlega velkomnir.