Tónleikar í Stokkseyrarkirkju

Ingibjörg Birgisdóttir, blokkflautuleikari og Jörg Sondermann, organisti í Selfosskirkju, leika tvö verk fyrir blokkflautu og orgel í Stokkseyrarkirkju kl. 17 í dag.

Ingibjörg og Jörg flytja verk eftir Georg Philipp Telemann en Jörg mun einnig leika nokkur orgelverk eftir Johann Sebastian Bach, Joseph Rheinberger og fleiri.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.00 og aðgangur er ókeypis.

Allir eru velkomnir.