Tónleikar í Orgelsmiðjunni

Orgelsmiðjan á Stokkseyri verður með tónleika næstkomandi laugardag 25. október kl. 17:00 sem hluta af menningarmánuðinum október.

Tónleikarnir fara fram í húsnæði Orgelsmiðjunnar sem snýr að bryggjunni á Stokkseyri.

Fram koma Bakkatríóið GG & Ingibjörg sem er skipað Gyðu Björgvinsdóttur söngkonu, Guri Hilstad Ólason sem spilar á kornett og Ingibjörgu Erlingsdóttur pianóleikara, en hún sér einnig um raddir.

GG & Ingibjörg hafa spilað saman í sex ár og komið fram víða á Suðurlandi og á stór Reykjavíkursvæðinu. Þær hafa komið fram á ýmsum listrænum uppákomum, brúðkaupum, afmælum, séð um dinnertónlist og haldið sína eigin tónleika.

Aðgangseyrir er einungis: 1000,-

Fyrri greinSpennandi tilraun í Sandlækjarmýri
Næsta greinEinar Ottó áfram með Selfyssingum