Tónleikar í Þorlákskirkju

Síðustu tónleikar Tóna við hafið verða haldnir í kvöld, mánudaginn 28. desember kl. 20:00 í Þorlákskirkju.

Tónleikarnir eru haldnir á afmælisdegi Ingimundar Guðjónssonar heitins. Ingimundur var einn af frumbyggjunum í Þorlákshöfn og aðalhvatamaður að byggingu kirkju á staðnum auk þess sem hann stofnaði og stjórnaði Söngfélagi Þorlákshafnar.

Sonur Ingimundar, píanóleikarinn Jónas Ingimundarson skipuleggur þessa tónleika á afmælisdegi föður síns.

Fram koma Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnars Agnarssonar, Björg Þórhallsdóttir, söngkona, Marta Gunnarsdóttir, sellóleikara og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Einnig mun Bjarni Harðarson flytja ávarp.

Aðgangseyrir er 2.000 krónur.

Fyrri greinGuðmundur Geir talinn af
Næsta greinReyndi að skalla lögreglumann