Tónleikar baBel felldir niður

Tónleikar tónlistarhópsins baBel sem vera áttu í Tónlistarskóla Árnesinga í kvöld hafa verið felldir niður vegna veðurs og færðar.

baBel er komið til Íslands til að spila á Myrkum Músíkdögum sem fara fram í Hörpunni dagana 26.-29. janúar og munu vera eitt aðalnúmerið í Silfurbergi laugardaginn 28. janúar kl. 22.

Vegna stífrar dagskrár hópsins verður ekki unnt að finna nýja tímasetningu á tónleikana á Selfossi áður en hópurinn heldur af landi brott.