Tónleikar á dánardegi Jóns Arasonar og sona hans

Í kvöld kl. 20 verða tónleikar í Skálholti þar sem fram koma Skálholtskórinn, Kammerkór Akraness og Margrét Bóasdóttir, sópransöngkona.

Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, mun flytja ávarp og lesa ljóð eftir Jón Arason en tónleikarnir eru helgaðir minningu hans og sona hans en 7. nóvember er dánardagur þeirra.
Allir eru hjartanlega velkomnir.

Þá minnir Skálholtskórinn á aðventukvöld sem verður í Skálholti 3. desember kl. 20:00 og aðventutónleika sem verða 10. desember kl. 15:00, þar sem allir kirkjukórar uppsveita Árnessýslu koma fram ásamt barnakór.

Æfingar fyrir aðventu og jól hefjast miðvikudagskvöldið 9. nóvember kl. 20:00. Enn er pláss fyrir áhugasama að koma í Skálholtskórinn og eru tenórar sérstaklega boðnir velkomnir!