Tónleikar á bryggjunni í kvöld

Í dag mun Húni II leggjast að bryggju í Þorlákshöfn og mun áhöfn bátsins, sem samanstendur af þekktu íslensku tónlistarfólki, halda tónleika á bryggjunni kl. 20 í kvöld.

Áhöfnin á Húna skipa þau Jónas Sigurðsson, sem er frá Þorlákshöfn, Mugison, Lára Rúnars, Ómar Guðjónsson, Guðni Finnsson og Arnar Gíslason.

Áhöfnina á Húna mun halda alls sextán tónleika á bryggjum landsins í júlí og eru tónleikarnir í Þorlákshöfn þeir fimmtu í röðinni. Allur aðgangseyrir tónleikanna í Þorlákshöfn rennur til mun renna beint til Björgunarsveitarinnar Mannbjargar.

Sem fyrr segir munu tónleikarnir hefjast kl. 20 og mun hljómsveitin spila á þilfari bátsins og áhorfendur fylgjast með af bryggjunni.

Fyrri greinEinstök upplifun á jöklinum
Næsta greinHulda fékk styrk úr minningarsjóði Jacquillat